fbpx

Ofurskálin (Superbowl) er á döfinni, og það sem flestir hafa áhuga á fyrir utan sjálfan leikinn eru auglýsingarnar, enda er um eftirsóttasta auglýsingatíma í Bandaríkjunum að ræða.

Ef þú vilt horfa á Superbowl á bandarískri sjónvarpsstöð í byrjun febrúar, þá getur þjónustan USTVNow komið að góðum notum, en hún  gerir notendum kleift að horfa á sex amerískar sjónvarpsstöðvar ókeypis, eða 28 stöðvar gegn (reyndar nokkuð háu) mánaðargjaldi.

Auðvelt er fyrir einstaklinga að nota USTVNow, sem gerir ekki kröfur til notenda um að þeir séu staddir í Bandaríkjunum líkt og sumar þjónustur. Með því að fylgja þessum einfalda leiðarvísi hér fyrir neðan þá getur þú byrjað að horfa á amerískar sjónvarpsstöðvar eftir fáeinar mínútur.

Skref 1

Byrjaðu á því að fara á USTVNow.com og smella á Sign Up uppi í hægra horninu (sjá mynd að ofan).

Skref 2

Á þessum skjá skaltu velja fríu áskriftarleiðina lengst til vinstri. Að sjálfsögðu geturðu valið aðrar áskriftarleiðir, en þær kosta sitt.

USTVNow - Skref 2

Skref 3

Nú þarft að ákveða hvernig þú nýskráir þig. Við mælum alltaf gegn því að notendur skrái sig á þjónustur í gegnum Facebook, og því skaltu slá inn netfangið þitt og smella á Register with email.

USTVNow - Skref 3

Skref 4

Í þessum reit skaltu stroka út Facebook upplýsingarnar ef þær hafa verið skráðar. Síðan skaltu rita nafn þitt, lykilorð og haka við reitinn American citizen / Permanent resident.

Í Country watching from geturðu í raun ritað hvað sem er, því það hefur engin áhrif á þjónustuna. Síðan skaltu smella á Register

 USTVNow - Skref 4

Skref 5

Nú er eftirleikurinn auðveldur, þ.e. að smella á staðfestingarhlekk í pósti frá fyrirtækinu til að virkja reikninginn þinn. Síðan þarftu bara að smella á sjónvarpsstöina sem þú vilt horfa á, og útsending mun hefjast í litla spilaranum uppi í vinstra horninu.

Gæðin mættu alveg vera betri, en á meðan þjónustan er ókeypis þá má maður varla kvarta yfir því.

Write A Comment