fbpx

Sjónvarpsrisann Home Box Office, eða HBO, þarf varla að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki, en stöðin hefur lengi verið þekkt fyrir vandaða þáttagerð, og hefur m.a. sent frá sér þættina Sex and The City, The Wire, Rome, The Sopranos ásamt mörgum öðrum gæðaseríum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þið getið notað HBO Nordic á Íslandi, og fengið aðgang að úrvali sjónvarpsþátta og kvikmynda fyrir hóflegt mánaðargjald.

Efnisúrvalið á HBO Nordic er ekki bara takmarkað við efni sem HBO hefur framleitt, heldur geta notendur líka notið sjónvarpsþátta á borð við The Office, Battlestar Galactica, Community auk fleiri gersema. Þjónustan kostar u.þ.b. 1500 krónur á mánuði, og notendur geta greitt fyrir þjónustuna með íslenskum kreditkortum.

Hægt er að horfa á þjónustuna í tölvum, Android tækjum, iOS og Samsung snjallsjónvörpum. Einstaklingar sem eiga bæði iOS og Apple TV geta spilað myndefni úr HBO Nordic með AirPlay Mirroring. Eigendur Samsung snjallsjónvarpa verða eflaust glaðir að heyra að það er HBO Nordic forrit á slíkum sjónvörpum, þannig að þeir geta spilað efnið beint úr sófanum þótt síminn sé rafmagnslaus.

Skref 1

[pl_label type=“info“]Ath[/pl_label] Þú getur farið beint í skref 3 ef þú hefur fylgt Netflix leiðarvísinum.

Hér koma leiðbeiningar til að breyta DNS stillingum á viðeigandi tölvum eða tækjum til að Hulu haldi að þú sért staddur í Bandaríkjunum.

Farðu inn á http://playmo.tv, sláðu inn netfangið þitt, og þá byrjar prufutímabil þitt, en þú getur prófað þjónustuna án endurgjalds í 5 daga, en síðan er hægt að kaupa annaðhvort mánaðaráskrift á 5 dollara (sem endurnýjast sjálfkrafa) eða ársáskrift á 50 dollara.

Playmo.tv er nauðsynlegur þáttur í ferlinu, því hún gerir manni kleift að nálgast HBO Nordic, því án þjónustunnar muntu ekki geta notað HBO Nordic.

 

Skref 2

Nú skaltu setja inn stillingar á Windows eða Mac eftir því hvort stýrikerfið þú notar. Með því að gera það þá geturðu nýskráð þig hjá Netflix, og notað þjónustuna í tölvunni.

[pl_accordion name=“accordion“][pl_accordioncontent name=“accordion“ number=“1″ heading=“Windows 7 leiðbeiningar“ open=“no“]

Windows 7

Skref 2.1 Farðu í Control Panel og smelltu þar á Network and Internet

Skref 2.2 Smelltu þar á Network and Sharing Center og því næst á Change adapter settings

Skref 2.3 Smelltu nú á Local Area Connection ef tölvan er tengd með kapli við routerinn þinn, en á Wireless Network Connection ef þú tengist netinu þráðlaust.

Skref 2.4 Smelltu á Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4).

Skref 2.5 Veldu General flipann, hakaðu við „Use the following DNS server addresses“ og settu eftirfarandi gildi inn:

Preferred DNS server 109.74.12.20

Alternate DNS server 213.5.182.117

Skref 2.6. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú sérð skilaboðin „This device is correctly linked to playmoTV“, þá er allt klappað og klárt og þú getur haldið  áfram.
[/pl_accordioncontent][pl_accordioncontent name=“accordion“ number=“2″ heading=“Mac leiðbeiningar“]

Mac

Skref 2.1. Opnaðu System Preferences (Finnur það með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu) og farðu í Network.

Skref 2.2. Veldu Ethernet ef þú tengist netinu með snúru, en Airport ef þú tengist netinu þráðlaust. Smelltu svo á Advanced.

Skref 2.3 Farðu í DNS flipann, smelltu á plúsinn vinstra meginn við IPv4 or IPv6 addresses og sláðu inn 109.74.12.20. Ýttu á plúsinn aftur og sláðu inn 213.5.182.117.

Ath! Ef einhver gildi voru fyrir undir DNS servers þá þarf að eyða þeim.

Skref 2.4. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú færð jákvæð skilaboð þar, þá er allt klappað og klárt og þú getur farið að nota Hulu Plus.
[/pl_accordioncontent]

[/pl_accordion]


Eftir að þú hefur sett þessar stillingar inn, og þú hefur fylgt leiðbeiningunum að ofan, þá er prufutímabil þitt byrjað hjá playmoTV og öllu skemmtilegri skilaboð bíða þín á heimasíðu HBO Nordic.

Skref 3

Nú skaltu fara á HBONordic.com og smella á Get Started uppi í hægra horninu (sjá mynd efst í þessari grein).

Eftir að þú smellir á þann hlekk þá birtist þessi síða og þar skaltu velja Monthly subscription, en þar sérðu að mánaðargjaldið er 79 sænskar krónur, eða u.þ.b. 1500 krónur íslenskar miðað við núverandi gengi. Síðan skaltu smella á Continue og fara á næstu síðu þar sem þú setur inn notandaupplýsingar.

HBO Nordic - Skref 1

Skref 4

Eftir að þú hefur sett inn allar helstu notandaupplýsingar þá er komið að því að borga brúsann. Hér þarftu að setja inn kreditkort frá VISA eða MasterCard (má vera íslenskt).

Síðan skaltu smella á Betala (ísl. borga) neðst og þá ættirðu að fá skilaboð um að áskriftin þín sé virk.

HBO Nordic - Skref 3

 

Skref 5

Til að spila efni á HBO Nordic í tölvunni þinni þarftu að vera með bæði Adobe Flash Player og Widewine Media Optimizer uppsett á tölvunni þinni.

Eftir að þú hefur lokið uppsetningu á Flash Player og Widewine þá geturðu kíkt í pósthólfið, en þar sérðu eflaust póst þar sem þér er fagnað sem nýjum viðskiptavini þjónustunnar. Þú getur þá innskráð þig og byrjað að njóta.

Á myndinni fyrir neðan má sjá lítið brot af efnisúrvalinu.

HBO Nordic - efnisúrval

 

Write A Comment