BiteSMS, eitt allra vinsælasta jailbreak forritið í Cydia búðinni, er á 30% afslætti í tæpa viku, eða til 9. mars næstkomandi.
Margir sem framkvæma jailbreak á iPhone símum sínum gera það gagngert til þess að geta sett upp BiteSMS, sem er mun öflugra skilaboðaforrit en Messages forritið frá Apple.
Hér eru nokkrir hlutir þú getur gert með BiteSMS:
- Svarað skilaboðum beint úr lock screen, þannig að þú þarft ekki að fara úr forritinu sem þú ert að nota.
- Sent skilaboð fram í tímann, þannig að ef þú manst t.d. eftir einhverju áður en þú ferð að sofa en vilt ekki senda skilaboð skilaboð á vin eða yfirmann þá geturðu stillt skilaboðin snemma morguns daginn eftir.
- Þúg etur seinkað sendingu, þannig að skilaboðin eru ekki send fyrr en eftir 1–3 sekúndur (því það kannast allir við það að sjá einhverja villu í skilaboðunum um leið og maður ýtir á Send)
Í myndbandinu hér fyrir neðan er farið lítillega yfir helstu kosti forritsins.
http://www.youtube.com/watch?v=yXvKZX7d8Rk
BiteSMS fæst í Cydia Store og full útgáfa af forritinu kostar €4.17 til 9. mars, en síðan kostar €5.95. Einnig er þó vert að geta þess að hægt að nota forritið ókeypis, en þá birtast auglýsingar á skjánum eftir að þú hefur notað forritið í viku.