fbpx

Forsala á iPhone 6 og 6 Plus hófst í tíu löndum síðastliðinn föstudag, og viðbrögð neytenda létu ekki á sér standa. Yfir fjórar milljónir einstaklinga lögðu inn pöntun fyrir iPhone 6 eða 6 Plus.

Til samanburðar, þá tók Apple við tveimur milljónum pantana þegar forsala á iPhone 5 hófst fyrir tveimur árum.

Útgáfa iPhone 6/6 Plus er mesta breyting sem Apple hefur gert á vörulínunni síðan hún kom á markað árið 2007, sem koma nú með talsvert stærri skjám en áður. Símarnir fara í almenna sölu í Bretlandi og Bandaríkjunum næstkomandi föstudag, og viku síðar, 26. september, hjá nágrönnum okkar í Danmörku og Svíþjóð.

iPhone 6 and iPhone 6 Plus will be available in the US, Australia, Canada, France, Germany, Hong Kong, Japan, Puerto Rico, Singapore and the UK beginning this Friday, September 19 and in more than 20 additional countries beginning on Friday, September 26 including Austria, Belgium, Denmark, Finland, Ireland, Isle of Man, Italy, Liechtenstein, Luxembourg, Netherlands, New Zealand, Norway, Portugal, Qatar, Russia, Saudi Arabia, Spain, Sweden, Switzerland, Taiwan, Turkey and United Arab Emirates.

Af fréttatilkynningu Apple, sem vitnað er í að ofan, má ráða að síminn kemur væntanlega ekki í sölu hérlendis fyrr en í fyrsta lagi í október.

Write A Comment