fbpx

Í síðasta mánuði kom iPhone 6 og 6 Plus í sölu víða um heim og viðtökurnar eru ótrúlegar. Lesendur Einstein.is eru áhugasamir um nýjustu afurð bandaríska tæknirisans, en miðað við fjölda fyrirspurna sem okkur hafa borist þá er ljóst að ferðaglaðir Íslendingar vilja gjarnan fagna auknu tollfrelsi með iPhone kaupum vestanhafs.

Get ég keypt iPhone í Bandaríkjunum núna?

Já, þú getur það, en þú þarft helst að panta símann með góðum fyrirvara og láta senda símann á hótel. Ef maður fer á vefsíðu Apple og reynir að ganga frá kaupum á iPhone 6 eða 6 Plus þá er áætlaður afhendingartími nokkuð langur eins og sést á myndinni fyrir neðan. Afhendingartími á iPhone sem pantaðir eru 7. október 2014

 

Þrátt fyrir þetta þá hafa sumir Íslendingar náð að mæta í Apple verslun og nælt sér í síma. Apple er víst alltaf með einhvern ákveðinn fjölda tækja sem þeir selja einstaklingum sem koma inn í Apple búðir, þannig að ef þeir sem mæta snemma geta þá kannski nælt sér í nýjan iPhone.

 

Hvernig iPhone á ég að kaupa, og hvar?

Uppfært 26. feb 2015Nú fæst síminn ólæstur (e. unlocked), þannig að það dugar þér að fara í næstu Apple verslun og segja að þú viljir kaupa ólæstan iPhone síma. Hann virkar hérlendis á 4G tíðninni án nokkurra vandræða.

Ef þú vilt láta reyna á hvort síminn sé fáanlegur úti í búð, þá mælum við með því að þú farir einungis í Apple verslun, en ekki aðrar búðir. Ástæðan fyrir þessari áherslu er sú að undanfarin ár höfum við fengið nokkur bréf frá lesendum sem hafa keypt iPhone annars staðar frá starfsfólki sem kveður símana vera ólæsta, þegar raunin er svo önnur.

Í dag þá er ekki hægt að kaupa síma sem er seldur sem „unlocked“ í Apple búðum, og kaupandi verður að velja bandarískt símafyrirtæki fyrir símann. T-Mobile og AT&T  útgáfurnar er þó ólæstar fyrir öll símafyrirtæki ef síminn er keyptur hjá Apple (mikilvægt atriði). Þessar umræður á vef Apple staðfesta þetta. Við ítrekum samt mikilvægi þess að kaupa símann hjá Apple, því iPhone símar sem keyptir eru í T-Mobile búðum eru læstir þar til síminn hefur verið notaður með T-Mobile korti í 45 daga.

UPPFÆRT 21:21: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar sögðum við að einungis T-Mobile útgáfan væri ólæst. Lesandi sem var nýverið í Bandaríkjunum hafði samband eftir birtingu greinarinnar, og sagði að AT&T símarnir væru einnig ólæstir á erlend símafyrirtæki ef þeir eru keyptir í Apple búðum. Það sé því bara nóg að fara í Apple búð og greina frá því að maður sé erlendur ferðamaður og ætlunin sé að nota símann utan Bandaríkjanna.

Hvenær kemur iPhone 6 svo til Íslands?

Samkvæmt heimildum okkar þá er starfsfólk íslenskra fjarskiptafyrirtækja jafn forvitið og almenningur, og fær litlar upplýsingar frá Apple. Eftirspurnin í Bandaríkjunum virðist ekkert minnka, tæpum þremur vikum eftir að hann kom í sölu. Síminn kemur á markað um miðjan nóvember í Suður-Afríku, en ólíklegt er að síminn komi á undan til Íslands. Íslendingar sem þyrstir í nýjan iPhone þurfa því væntanlega að bíða þangað til í nóvember/desember.

5 Comments

  1. Sindri Smárason Reply

    Ég keypti minn af Amazon þar sem hann er svo heiftarlega uppseldur hjá Apple.

    Ég keypti (MGC52LL/A) útgáfuna sem er ólæstur en kom með T-mobile korti sem manni er frjálst að henda.

    • Nei, engar slíkar áhyggjur. Þeir eru núna með mun færri módelgerðirnar. AT&T og T-Mobile eru með sama módelnúmer, og bæði styðja íslenska 4G kerfið.

Write A Comment