fbpx

Þótt Apple hafi kynnt nýja kynslóð af iPhone í síðasta mánuði, þá er starfsfólk fyrirtækisins ekki að slaka á, því nú hefur það boðað til iPad viðburðar sem verður haldinn 16. október næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Cupertino, Kaliforníu.

Á viðburðinum verða nýjar útgáfur af iPad og iPad mini væntanlega kynntar, auk þess sem sterkur orðrómur er um að Apple muni svipta hulunni af iMac með Retina háskerpuskjá, 12 tommu Macbook með Retina skjá og tilkynna útgáfudag Mac OS X Yosemite.

Allar líkur eru á því að OS X Yosemite komi í App Store stuttu eftir viðburðinn, eins og undanfarin ár, og verði ókeypis fyrir Mac notendur.

Write A Comment