fbpx

Bandaríska streymiþjónustan Netflix greindi frá því fyrr í dag að 1. janúar 2015 muni allar tíu seríurnar af gamanþáttunum Friends koma á Netflix.

Flestir Íslendingar kannast við þættina, sem voru vinsælir á Stöð 2, og gífurleg tekjulind íslenskra myndbandaleiga um árabil. Þættirnir eiga dygga aðdáendur víða um heim, þrátt fyrir að áratugur sé liðinn frá því hætt var að framleiða þættina.

 

 

Write A Comment