fbpx

Bandaríska streymiþjónustan Netflix stefnir á að opna fyrir Ísland á næstunni. Í samtali við fréttastofu RÚV, sagði Hallgrímur Kristinsson, starfandi stjórnarformaður nýrra samtaka rétthafa, að Netflix hefði rætt við nokkra íslenska rétthafa.

Samkvæmt heimildum okkar hafa íslenskir þýðendur einnig fengið þau skilaboð að mikil vinna sé framundan í textun á sjónvarpsefni, sem gefur þessum orðrómi byr undir vængi.

Hvernig verður úrvalið á íslenska Netflix?

Það er auðvitað háð samningum Netflix við íslenska rétthafa. Vitanlega verður allt efni sem Netflix framleiðir aðgengilegt, og þegar litið er á sókn Netflix inn á nýja markaði undanfarna mánuði/ár, þá má vænta þess að eitthvað af innlendu efni standi notendum til boða.

Úrvalið verður þó að öllum líkindum ekki jafn fjölbreytilegt og í Bandaríkjunum. Svo dæmi sé tekið þá eru 7883 titlar á bandaríska Netflix þegar þetta er ritað, 2870 á breska og 3706 á kanadíska Netflix.

Þarf ég að stofna nýjan Netflix reikning þegar þjónustan kemur?

Nei. Eini munurinn er sá að notandi Netflix mun sjá mismunandi úrval efnis eftir því hvar hann er staddur í heiminum. Verð þjónustunnar verður líka hærra hérlendis, en hún kostar t.a.m. 7,99 evrur/mán í Frakklandi eða 1230 kr./mán. miðað við núverandi gengi.

Langar þig í Netflix í dag? Kíktu þá á Netflix leiðarvísinn.

Write A Comment