iPhone 6 og 6 Plus fer í almenna sölu á Íslandi föstudaginn 31. október, samkvæmt fréttatilkynningu frá Apple.

Fyrir liðlega mánuði síðan birti Síminn verð á iPhone 6 og 6 Plus (en hefur nú tekið þá færslu úr birtingu) þar sem fram kom að iPhone 6 myndi kosta frá 119.990 kr., og iPhone 6 Plus frá 134.990 kr.

Hvort þessi verð standist enn er óvitað, en í upprunalegri færslu sinni kom fram að verðin gætu breyst án fyrirvara, sem gæti verið orsök þess að færslan var fjarlægð.

Síminn fer í sölu víðar en hérlendis á næstunni, og ber þar helst að nefna fjölmenn lönd á borð við Kína, Indland og Mexíkó.

http://youtu.be/I3uAoeQBpcQ

Write A Comment

Posting....