fbpx

Microsoft kynnti nýverið Office fyrir iPhone ásamt nýrri iPad útgáfu af hugbúnaðarpakkanum, og greindi frá því að forritin verði nú ókeypis, þar sem notendur geta búið til og breytt skjölum, en ekki bara skoðað þau eins og áður.

Fyrir flóknari aðgerðir þá þurfa notendur að verða sér úti um Office 365 áskrift, sem er fáanleg sem aukapakki (e. In App Purchase.) Eftir þessar fréttir þá varð Microsoft Word fljótt vinsælasta forritið í App Store, auk þess sem Excel og PowerPoint komust bæði á topp 20 listann yfir vinsælustu forritin.

Android notendur munu fá Office pakkann á næsta ári, og þeir sem eiga Android spjaldtölvur með 7–10,1″ skjástærð geta sett nafn sitt á lista hérna (UPPFÆRT: ekki lengur í boði) ef þeir vilja vera með þeim fyrstu í heiminum til að prófa hugbúnaðarpakkann þegar Android útgáfan verður tilbúin.

Write A Comment