fbpx
Tag

íslenskt efni

Browsing

Spotify logo

Útgáfufyrirtækið Sena hefur samið við tónlistarveituna Spotify um dreifingu á íslenskri tónlist sem hefur komið út á vegum fyrirtækisins.

Spotify byrjaði sem kunnugt er að bjóða þjónustu sína hérlendis í síðustu viku og hefur þegar vakið mikinn áhuga hjá Íslendingum. Tónlistin verður aðgengileg áskrifendum Spotify óháð staðsetningu, þannig að Íslendingar erlendis munu getað hlustað á lögin líkt og þjóðbræður og -systur þeirra hérlendis.

Spotify Ísland

Tvær stærstu tónlistarveitur heimsins með áskriftarmódel eru nú í boði á Íslandi, en þjónusturnar sem um ræðir eru Spotify og Rdio.

Báðar þjónusturnar njóta mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst vegna þess að þær bjóða notendum sínum upp á að vista lög og spila þau offline, þ.e. þegar notandinn er ekki nettengdur, en sá möguleiki hefur mikið að segja við val notenda á tónlistarþjónustum.