fbpx

Bandaríski íþróttafataframleiðandinn Under Armour greindi frá því í síðustu viku að það hefði keypt tvö forrit, MyFitnessPal og Endomondo, á 560 milljónir dollara eða 74 milljarða króna.[1. Gengi Bandaríkjadals 9. feb 2015 var 1 USD = 132,75 ISK]

Kaupverðið skiptist þannig niður að MyFitnessPal var selt á 61,7 milljarða króna (465 milljón dollarar) og Endomondo 11,3 milljarða króna (85 milljón dollarar).

Bandaríska forritið MyFitnessPal er gífurlega vinsælt forrit, sem hjálpar notendum að skrá hitaeiningar sem þeir innbyrða og mæla brennslu, og hjálpar þeim að ná settum heilsumarkmiðum. Yfir 80 milljón manns eur með reikning hjá MyFitnessPal.

Danska forritið Endomondo er öðruvísi en MyFitnessPal (MFP), sem segir þér hversu hratt þú ert að hlaupa/ hjóla, og mælir árangurinn. Hægt er að tengja Endomondo við MFP þannig að ef þú ferð út að skokka, þá skráist það sjálfkrafa í MFP. 20 milljón notendur eru skráðir hjá Endomondo. Auk þessara forrita þá keypti Under Armour fyrirtækið MapMyFitness (sem þróar öll þessi „MapMyX“ forrit sem eru fáanleg í App Store, t.d. MapMyRun og MapMyRide) fyrir rúmu ári síðan (desember 2013).

Hvað ætlar Under Armour ætlar að gera við þessi forrit?

Eftir þessi stórkaup sín, þá hefur Under Armour núna víðtækar upplýsingar um neytendahegðun hjá yfir 120 milljón einstaklingum víða um heim, sem verða líklega nýttar þegar stjórn fyrirtækisins vegur og metur hvaða vörur það muni leggja áherslu á.

Innreið Under Armour á íþróttafatamarkaðinn er draumi líkust. Margir aðilar hafa reynt að komast á þennan markað án árangurs, en þetta tiltölulega nýstofnaða fyrirtæki (stofnað 2006) er nú vinsælla en Adidas í Bandaríkjunum.[2. mbl.is: Under Armour fram úr Adidas]

Ef þú vilt sækja prófa Endomondo eða MyFitnessPal þá geturðu farið á vefina þeirra eða sótt forritin fyrir tækið þitt.

Write A Comment