iMessage er sniðugt tól, sem gerir aðilum kleift að senda skilaboð milli iOS tækja og Mac tölva, og hefur haft mikil áhrif á tekjur fjarskiptafyrirtækja af smáskilaboðum, sem var áður ein helsta tekjulind þeirra á farsímamarkaði.
Stundum getur iMessage samt verið orsök heldur hvimleiðra atvika. Það gerist einkum þegar einstaklingur hefur skipt yfir í síma sem keyrir annað stýrikerfi, en á líka iPad eða Mac tölvu sem er með iMessage uppsett.
Hulunni var svipt af þessari þjónustusíðu í nóvember, en þá gátu aðilar með íslensk símanúmer ekki afskráð sig frá iMessage. Apple hefur nú bætt úr því.
Ef þú skiptir nýlega um síma og lendir í þessu, þá er nóg fyrir þig að fylgja tenglinum hér fyrir neðan, rita símanúmerið þitt og slá svo inn staðfestingarkóða sem Apple sendir í símann þinn.