fbpx

Vodafone PLAY

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone mun setja streymiþjónustuna Vodafone PLAY í loftið á morgun, þar sem íslenskir neytendur fá ótakmarkaðan aðgang að úrvali myndefnis í gegnum Vodafone Sjónvarp.

Í samtali við Vodafone var okkur greint frá því að yfir hundruðir titla verði í boði þegar gjaldtaka hefst (sem verður 30. júní). Úrvalið verði einnig uppfært reglulega, að lágmarki einu sinni í viku fyrst um sinn. Þá verður allt erlent efni textað og barnaefni talsett.

Þeir sem eru með Vodafone myndlykil geta prófað þjónustuna án endurgjalds til og með 31. maí næstkomandi, en þá mun hún kosta 2.490 kr./mán. PLAY þjónustan bætist við Leiguna, en ef þú sérð hana ekki síðla dags á morgun, þá skaltu prófa hið klassíska ráð að endurræsa myndlykilinn og kanna hvort það breyti einhverju.

Vodafone PLAY - Leigan

Write A Comment