fbpx

Hin árlega haustráðstefna Advania verður haldin í 21. sinn þann 4. september næstkomandi (var áður haustráðstefna Skýrr áður en Skýrr, HugurAx og fleiri norræn dótturfyrirtæki sameinuðust undir heitinu Advania).

Ráðstefnan er vafalaust einn stærsti tækniviðburður ársins hérlendis, og verður með nýju sniði í ár. Fyrir hádegi er einungis dagskrá í Eldborgarsal Hörpu, en eftir hádegi verða svo 19 fyrirlestrar í þremur fyrirlestralínum: Tækni og öryggi, stjórnun og nýsköpun.

Á ráðstefnunni verður sýningarsvæði þar sem helstu fyrirtæki landsins í upplýsingatækni gefa gestum tækifæri til að prófa lausnirnar sínar.

Verð á ráðstefnuna er 49.900 kr., en sérstakt forsöluverð til 28. ágúst (á morgun) er 36.900 kr. Fyrirtæki sem skrá fimm eða fleiri starfsmenn njóta sérkjara, þ.e. fimm eða fleiri 34.900 kr. Tíu eða fleiri greiða 29.900 kr.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna með því að fylgja tenglinum hér fyrir neðan.

Avatar photo
Author

Write A Comment