Fyrir tæpum fimm árum (september 2014) var greiðsluleiðin Apple Pay kynnt til sögunnar af samnefndu fyrirtæki.
Apple Pay virkar í stuttu máli þannig að þú bætir kortaupplýsingunum þínum í símann, sem eru geymdar þar, og í kjölfarið muntu geta notað símann til að greiða fyrir vörur þar sem snertilausar greiðslur eru í boði.

Landsbankinn greindi frá því í morgun, fyrstur viðskiptabanka á Íslandi, að fyrirtækið byði nú upp á Apple Pay sem greiðslulausn.
Ef þú ert í vafa um hvernig þú notar Apple Pay, skoðaðu þá þessa grein.