fbpx

Í dag kynnti Apple Carplay, sem á að gera notkun iPhone í bílnum þægilegri og öruggari.

Carplay er byggt í kringum Siri, aðstoðartólið mikla, þannig að notandinn geti framkvæmt flestar aðgerðir með raddstýringu, og þarf því ekki að taka augun af veginum til að slá inn símanúmer, skrifa skilaboð á rauðu ljósi eða eitthvað slíkt.

Volvo, Mercedes-Benz og Ferrari er fyrstu bílaframleiðendurnir sem koma til með að styðja Carplay, og bílar frá fyrirtækjunum með Carplay stuðningi verða kynntir á bílasýningunni í Genf síðar í vikunni. Skömmu síðar munu Nissan, Peugeot, BMW og fleiri bílaframleiður slást í hópinn og innleiða Carplay.

Carplay virkni mun fylgja iOS 7 uppfærslum, og kemur til með að virka á öllum iOS tækjum sem hafa Lightning tengi (þ.e. iPhone 5/5S, iPad mini, iPad 4 og iPad Air).

Volvo hefur tekið saman myndband þar sem þeir sýna hvernig Carplay mun virka í bílum fyrirtækisins.

Write A Comment