Í umfjöllun okkar um nýja Apple TV-ið höfum við gert lesendum auðveldara að hvetja RÚV til að búa til forrit fyrir Sarpinn á Apple TV, enda teljum við slíkt forrit vera mikla bót fyrir sjónvarpsunnendur. Í apríl á þessu ári sendi @RUVohf þetta frá sér á Twitter:
@HafsteinnHD @EinsteinIS @sverrirp sæll RÚV í beinni er komið og hitt er á leiðinni. Bestu kv. https://t.co/sryzxPjyHR
— RÚV (@RUVohf) April 29, 2016
Í gær bárust svo þær fréttir að Sarpurinn komi fyrir tvOS fyrir Apple TV 4 með haustinu:
Við erum með á teikniborðinu Sarps-app fyrir tvOS á AppleTV4 sem kemur vonandi með haustinu. Bestu kveðjur.
— RÚV (@RUVohf) June 28, 2016
Við hjá Einstein.is fögnum þessum fréttum, því leiga á sjónvarpsmyndlykli kostar meira en mánaðargjald margra vinsælla streymiþjónusta. Vert er að geta þess að hægt er að njóta RÚV í beinni með forriti sem ber hið einfalda nafn „Rúv“ á Apple TV 4.
Einnig geta þeir sem eru með OZ aðgang náð í OZ Club Player, sem er með RÚV í beinni ásamt einhverjum hluta af eldra efni.