Reed Hastings, forstjóri Netflix, segir að 1. febrúar næstkomandi muni marka þáttaskil í dreifingu sjónvarpsþátta. Þá mun Netflix gefa út þættina House Of Cards, með stórleikaranum Kevin Spacey í aðalhlutverki og David Fincher að leikstýra/framleiða (Fincher er best þekktur fyrir leikstjórn mynda á borð við Se7en, Fight Club og The Social Network).
Spurningin er þá sú, hvernig dreifing House of Cards verður frábrugðin öðrum sjónvarpsþáttum.
- Þættirnir verða eingöngu fáanlegir á Netflix, og þ.a.l. einungis fáanlegir á netinu. Sérstakir netþættir hafa áður verið gerðir, en í þessu tilfelli er Netflix er að borga 100 milljónir dollara fyrir 26 þætti, sem gerir 4 milljónir dollara á hvern þátt.
- Öll serían í heild sinni kemur á Netflix þann 1. febrúar. Fyrirtækið brýtur þannig þá hefð að gefa aðeins út einn þátt í einu og láta áskrifendur bíða í viku (eða meira) eftir næsta þætti. Netflix notendur ráða því hversu marga þætti horfa á hverju sinni.
- Sami útgáfudagur í 13 löndum. Þættirnir eru einstakir af því leyti að Netflix á allan dreifingarrétt að þáttunum, og fyrirtækið þarf því ekki að semja um dreifingarrétt í hverju landi fyrir sig. Þættirnir verða því aðgengilegir í öllum þeim 13 löndum þar sem Netflix veitir þjónustu sína.
House Of Cards er pólitískt spennudrama þar sem Kevin Spacey Spacey með hlutverk fulltrúadeildarþingmannsins Francis Underwood, sem leggur allt í sölurnar til að komast upp metorðastigann í Washington.
Ekki með Netflix? Kíktu á leiðarvísinn okkar.