fbpx

ÍslendingaApp SESHáskóli Íslands og Íslensk erfðagreining efndu nýlega til samkeppni um besta appið sem nýtir Íslendingabók frá Íslenskri erfðagreiningum með einum eða öðrum hætti. Frestur til að skila tillögum rann út á miðnætti 10. apríl, og voru niðurstöðurnar kynntar í gær, þar sem forritið ÍslendingaApp SES frá Sad Engineer Studios bar sigur úr býtum.

ÍslendingaApp SES gerir notendum kleift að leita að einstaklingum og kanna með einföldum hætti hvort einstaklingur sem þér er vel eða illa við sé náskyldur þér.

ÍslendingaApp - Skjáskot

Forritið nýtir einnig tækni sem forritið Bump kynnti til sögunnar fyrir fáeinum árum, en með tækninni geta tveir einstaklingar sem eru með forritið á snjalltækjum sínum klesst tækjum sínum saman (m.ö.o. „bömpað“ þeim) og forritið rekur þá saman ættir viðkomandi.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá forritið í notkun

ÍslendingaApp SES fæst í Google Play og er ókeypis.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment