fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Jailbreak - iOS 6.1Hér á Einstein.is fylgjumst við alltaf með nýjum forritum sem gera manni kleift að framkvæma jailbreak á iPhone, iPad og iPod touch, og birtum jailbreak leiðarvísa fyrir lesendur svo þeir geti framkvæmt jailbreak sjálfir á tækjum sínum.

Leiðarvísarnir eru oftast nokkuð einfaldir: Tengja síma, keyra jailbreak forrit, bíða aðeins og allt búið eftir 5-10 mínútur.

Jailbreak aðferðirnar hafa þó ekki alltaf verið svona einfaldar, en til þess að framkvæma fyrsta jailbreak-ið fyrir iPhone og iPod touch árið 2007 þá þurfti maður að fylgja 74 skrefa leiðarvísi.

Vefsíða vikunnar - Eat This Much

Langar þig að léttast um nokkur kíló? Viltu fá ábendingar um skemmtilegar (og jafnvel hollar) uppskriftir? Ertu orðinn leið/leiður á því að borða brauð með smjöri, osti og skinku fimmta daginn í röð?

Ef svarið við einhverri af ofangreindum spurningum er játandi, þá skaltu kíkja á vefsíðu vikunnar.

iphone-5mynd

Okkur berast reglulega fyrirspurnir varðandi hátt verðlag á iPhone hérlendis, sem eru  oftast eitthvað á þessa leið:
[pl_blockquote cite=“Reiður lesandi“]Hvaða rugl er það að iPhone kosti 83 þúsund krónur í Boston en 150 þúsund kall á Íslandi? Þetta er bara hreinasta okur![/pl_blockquote]

Rannsóknarstofa Einstein.is hélt því í mikla sannleiksleit, til að leita skýringa á iPhone verðlagi hérlendis.

in-app-purchases

Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um fjárhagslega hagkvæmni. Gott dæmi um slík tilvik er þegar litlum tæknisnillingum tekst að kaupa rándýra aukapakka í gegnum In-App Purchases úr iPad spjaldtölvu foreldranna.

Ætti ég að framkvæma jailbreak á iOS tækinu mínu?

Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.

Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.