Moves er nýtt forrit fyrir iPhone sem var að lenda í App Store. Forritið gerir mann kleift að nota iPhone símann sem skrefamæli, þannig að þú getur fylgst með því hversu mikið þú hreyfir þig yfir daginn.
Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.
Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að íhuga gerð snjallúrs samkvæmt heimildum New York Times. Blaðið greindi frá því að Apple hefði íhugað framleiðslu úrsins árið 2011, en sett verkefnið á ís af ónefndum ástæðum.
Apple úrið myndi nýta sér Bluetooth 4.0 þráðlausa tækni til að tengjast iPhone síma, sem gæti m.a. sýnt skilaboð og tölvupóst án þess að taka þyrfti símann úr vasanum. Snjallúrið myndi vera gert úr sveigjanlegu gleri, og myndi keyra iOS stýrikerfið.
Mörgum þykir ferðalagið til að kveikja og slökkva á hlutum eins og Bluetooth vera heldur langt. Til þess þá þarf notandinn að hætta tímabundið í forritinu (eða leiknum) sem hann er í. Síðan þarf að opna Settings > Bluetooth og svo á ON/OFF hakið.
Cydia viðbótin NCSettings styttir þetta ferðalag talsvert, en uppsetning þessarar viðbótar er eitt af fyrsku verkum notenda eftir vel heppnað jailbreak.
Phil Schiller, markaðsstjóri Apple, greindi frá því í viðtali við bandaríska tímaritið TIME, að samkeppnisaðilar Apple væru hræddir við að segja skilið við gamla fylgihluti eins og geisladrif.
Schiller segir að tölvunotendur í dag noti varla geisladrif í dag, enda vakti það nokkra athygli þegar Apple kynnti nýja iMac borðtölvu á í októbermánuði á síðasta ári, sem er ekki með geisladrif.
Microsoft hefur nú sent frá sér auglýsingu fyrir Surface Pro spjaldtölvuna, sem kom á markað síðastliðinn laugardag.
Heimildarmyndin The Pirate Bay Away From Keyboard er nú komin á YouTube, en myndin var frumsýnd í gær á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Ef þig langar í nýja skjámynd fyrir símann þinn, spjaldtölvuna, tölvuna (og m.a.s. sjónvarpið), þá er InterfaceLIFT síða sem þú ættir að vita af. Vefurinn býður upp á fjölbreytt úrval af skjámyndum, með afmarkaða flokka fyrir Android, iOS tæki og margt fleira
Fyrir skömmu síðan gerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu internet tröll að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni. Hjá tröllum (eða þeim sem trolla eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið að sannfæra gagnaðilann um að þú sért einlægur í hugsun varðandi skoðun eða málstað sem er fjarstæðukenndur, í þeirri von að gagnaðilinn æsist við það.
Vefsíðan BestPsychologySchoolsOnline, bjó til eftirfarandi skýringarmynd, sem gerir heiðarlega tilraun til að skýra þankagang tröllanna fyrir saklausum netverjum.
Nú er komin iPhone útgáfa af lestrarforritinu Readmill, en iPad útgafa af forritinu kom út fyrir árið 2011 og vakti þá mikla athygli.
Readmill styður öll helstu skráarsnið fyrir rafbækur, t.d. ePub, PDF og skjöl með Adobe afritunarvörn (þeirri sem eBækur og Forlagið nota á sínar rafbækur).
Í nýlegri rannsókn sem rannsóknar- og greininarfyrirtækið Forrester gerði kom fram að fólk á vinnumarkaði kýs frekar Windows 8 spjaldtölvu sem vinnutæki heldur en iPad eða aðrar spjaldtölvur.
Tæplega 10.000 starfsmenn sem vinna við upplýsingatækni tóku þátt í rannsókninni