fbpx

NCSettings

Mörgum þykir ferðalagið til að kveikja og slökkva á hlutum eins og Bluetooth vera heldur langt. Til þess þá þarf notandinn að hætta tímabundið í forritinu (eða leiknum) sem hann er í. Síðan þarf að opna Settings > Bluetooth og svo á ON/OFF hakið.

Cydia viðbótin NCSettings styttir þetta ferðalag talsvert, en uppsetning þessarar viðbótar er eitt af fyrsku verkum notenda eftir vel heppnað jailbreak. 

Með NCSettings þá geturðu gert ýmislegt sniðugt úr Notification Center, eins og að kveikja/slökkva á Wi-Fi, breyta birtustiginu, setja iPhone símann á Silent  og margt fleira. Í eftirfarandi myndbandi má sjá NCSettings í notkun.

NCSettings fæst í Cydia Store og er ókeypis.

Avatar photo
Author

Write A Comment