Ef þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.
Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:


Bandaríska tæknifyrirtækið Apple á meira lausafé en ríkissjóður Bandaríkjanna, en samkvæmt nýjustu tölum þá á fyrirtækið 137 milljarða dollara í lausafé, sem samsvarar tæplega 17,4 billjónum (17.400 milljörðum) íslenskra króna.





