fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

SiriEf þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.

Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:

XBMC 12 - Frodo

Margmiðlunarforritið XBMC fékk ansi öfluga uppfærslu á dögunum, þegar opinber útgáfa af XBMC 12, eða Frodo kom út.

XBMC forritið nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim, en margir þekkja eflaust einungis til forritsins vegna þess að þeir eru með það uppsett á Apple TV tækjum sínum.

Apple - logoBandaríska tæknifyrirtækið Apple á meira lausafé en ríkissjóður Bandaríkjanna, en samkvæmt nýjustu tölum þá á fyrirtækið 137 milljarða dollara í lausafé, sem samsvarar tæplega 17,4 billjónum (17.400 milljörðum) íslenskra króna.

Apple virðist vera nokkurs konar Jóakim aðalönd í fyrirtækjaheiminum, og gerir ekki mikið við peninginn. Í eftirfarandi skýringarmynd frá Master-Business-Administration má sjá hvernig fyrirtækið ver lausafé sínu.

Evasi0n jailbreak

Jailbreak fyrir iOS 6, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, kom út fyrr í dag kl. 17:00 á íslenskum tíma, og hefur þegar verið halað niður 100.000 sinnum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan þá ætlum við að fara með ykkur í gegnum ferlið ef þið viljið framkvæma untethered jailbreak á tækjunum ykkar. Þetta jailbreak virkar á öllum iPhone, iPad og iPod touch tækjum sem keyra iOS 6.0-6.1.2

http://www.youtube.com/watch?v=iN7H4t1q0ik

Super Bowl (eða Ofurskálin á móðurmáli okkar) í amerískum fótbolta er án nokkurs vafa vinsælasti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum. Leikurinn fór fram í gær þar sem að Baltimore Ravens sigruðu San Francisco 49ers í skemmtilegum leik.

Fjölmargir horfa á Super Bowl ár hvert, ekki út af leiknum sjálfum, heldur vegna auglýsinganna sem eru sendar út í leikhléum, og svo tónlistaratriðisins sem er í hálfleik.

Mac Pro

Mac Pro borðtölvan frá Apple mun fara af Evrópumarkaði frá og með 1. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir brotthvarfi tölvunnar er ekki vegna óvinsælda hennar, heldur vegna þess að tölvan uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar frá Evrópusambandinu sem tekur gildi eftir tæpan mánuð.

ThinPicThinPic fyrir iOS er ansi sniðugt forrit, en með notkun forritsins þá geturðu minnkað skráarstærð myndanna þinna um allt að 70% án þess að myndgæðin versni.

Við prófuðum forritið sjálfir til að kanna hvort þetta stæðist, og niðurstöðurnar voru jákvæðar. Við tókum eina mynd og renndum henni í gegnum ThinPic, og bárum svo upprunalegu myndina saman við „ThinPic“ útgáfuna. Upprunalega myndin var 1,2 MB að stærð en ThinPic útgáfan einungis 600 KB.