
Flestir Íslendingar myndu hoppa hæð sína af gleði ef þeir fengju fá ódýran og notaðan bíl í 17 ára afmælisgjöf. Ekki er hægt að segja slíkt hið sama um unga fólkið á Rich Kids of Instagram, því það lætur varla sjá sig á götum úti nema það aki um á Lamborghini, Rolls Royce eða Bentley.
Rich Kids of Instagram er Tumblr síða sem tekur saman Instagram færslur frá ungu fólki sem á það sameiginlegt að hafa ótakmarkaðan aðgang að fjármagni. Helstu áhyggjurnar þar á bæ virðast frekar tengjast því hvort fötin sem þau klæðast séu í stíl við rauða Ferrari bílinn, og timburmenn vegna of mikillar neyslu af Cristal og Dom Perignon (kampavínstegundir báðar tvær).




Nadav Nirenberg er 27 ára Bandaríkjamaður sem býr í New York borg. Fyrir fáeinum dögum lenti hann í martröð hvers snjallsímaeiganda þegar símanum hans var stolið.



Mörgum þykir ótrúlegt að blindir geti notað snertiskjásíma eins og iPhone.
Þriðjungur jarðarbúa hefur aðgang að nettengingu, sem þýðir að um það bil 2,3 milljarðar jarðarbúa hafa aðgang að interneti. Margur spyr sig því, hversu mikið af gögnum eru send yfir internetið á hverjum degi?