fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Flestir Íslendingar myndu hoppa hæð sína af gleði ef þeir fengju fá ódýran og notaðan bíl í 17 ára afmælisgjöf. Ekki er hægt að segja slíkt hið sama um unga fólkið á Rich Kids of Instagram, því það lætur varla sjá sig á götum úti nema það aki um á Lamborghini, Rolls Royce eða Bentley.

Rich Kids of Instagram er Tumblr síða sem tekur saman Instagram færslur frá ungu fólki sem á það sameiginlegt að hafa ótakmarkaðan aðgang að fjármagni. Helstu áhyggjurnar þar á bæ virðast frekar tengjast því hvort fötin sem þau klæðast séu í stíl við rauða Ferrari bílinn, og timburmenn vegna of mikillar neyslu af Cristal og Dom Perignon (kampavínstegundir báðar tvær).

Gigabit Wi-Fi

Talið er að Apple sé nú að semja við netkortaframleiðandann Broadcom um framleiðslu á netkortum sem styðja þráðlausa dreifingu eftir IEEE 802.11ac staðlinum, og gengur í daglegu tali undir nafninu 5G Wi-Fi.

Með 5G Wi-Fi mun flutningsgetan á þráðlausum staðarnetum aukast gífurlega, en hámarkshraði á 802.11n beinum (e. router) í dag er 450Mbps. Áætluð flutningsgeta 5G Wi-Fi er talin vera 1,3Gbps.

OkCupidNadav Nirenberg er 27 ára Bandaríkjamaður sem býr í New York borg. Fyrir fáeinum dögum lenti hann í martröð hvers snjallsímaeiganda þegar símanum hans var stolið.

Stuttu eftir þjófnaðinn komst Nadav að því að þjófurinn ætlaði ekki einungis að stela símanum hans heldur einnig tækifærinu til að hitta draumaprinsessuna.

iOS 6 - jailbreakiOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.

Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.

Mörgum þykir ótrúlegt að blindir geti notað snertiskjásíma eins og iPhone.

Tommy Edison gerir það og gott betur, því ekki bara á hann iPhone síma sem hann notar mikið í daglegu lífi sínu, heldur tekur hann talsvert af myndum með Instagram sem hann deilir með heiminum. Spurningin sem brennur þá eflaust á vörum allra er: hvernig?

Þriðjungur jarðarbúa hefur aðgang að nettengingu, sem þýðir að um það bil 2,3 milljarðar jarðarbúa hafa aðgang að interneti. Margur spyr sig því, hversu mikið af gögnum eru send yfir internetið á hverjum degi?

172 milljón manns kíkja á Facebook, 294 milljarðar tölvupósta eru sendir og 2 milljón bloggfærslur eru skrifaðar.

Fyrirtækið MBA Online tók saman skýringarmyndina fyrir neðan, sem sýnir með skemmtilegum hætti hvernig einn dagur er á internetinu.