fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Microsoft OfficeWindows: Það getur verið bagalegt að skrifa langan texta, ritgerð eða verkefni, og þurfa svo að verja dágóðum tima í að lesa yfir alfara yfir innsláttarvillur. Ef þú átt ert með bæði Windows 7 og Office 2010 á tölvunni þinni, þá geturðu fengið íslenskt viðmót. Villupúki fylgir með íslenska viðmótinu fyrir Office 2010.

Fáir vita, að fjöldinn allur af fólki sérhæfir sig í því að kaupa upp .com á stöðluðu verði ($9.95 fyrir árið), vonast til að lénið verði eftirsótt og selja það svo á okurverði mánuðum eða árum síðar. Margir hafa því velt fyrir sér hversu mikið þeir hefðu getað grætt með því að kaupa lén á borð við pepsi.com eða eitthvað álíka

Í skýringarmyndinni hér fyrir neðan, sem tölfræðifyrirtækið Statista tók saman, er litið aðeins yfir farinn veg og 27 ára saga .com lénanna skoðuð.

Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.

Fyrr í sumar bárust fregnir af því að Facebook væri að undirbúa nýtt og hraðara forrit, og í gær kom uppfærsla á forritinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Pinterest logo

Samfélagsmiðillinn Pinterest er sífellt að bæta við sig notendum, en í janúar á þessu ári fór Pinterest yfir 10 milljóna múrinn, og náði þeim notendafjölda hraðar heldur en nokkur annar samfélagsmiðill í sögunni.

Líklegt þykir að notendum muni fjölga enn frekar í ljósi þess að fyrirtækið sendi nýverið frá sér forrit fyrir Android og iPad (iPhone forritið kom út í mars 2011). 

iOS Jailbreak: Eitt af því sem er frekar pirrandi við að setja inn (og sérstaklega uppfæra) forrit úr App Store á iPhone eða iPad er að í hvert skipti þá þarftu að slá inn App Store lykilorðið þitt. Vissulega er ákveðið öryggi sem fylgir þessu, en ef þú nærð einkum í ókeypis forrit eða treystir þeim sem eru nærri þér fyrir iOS tækinu þínu, þá geturðu forðast þessa örlitlu seinkun í hvert skipti sem þig langar að svala þorstanum og ná þér í nýtt forrit.

Mac Mountain LionApple hefur sent frá sér stýrikerfið Mac OS X Mountain Lion (eða Mac OS X 10.8). Stýrikerfinu fylgja yfir 200 nýir eiginleikar, m.a. iMessage stuðningur, Reminders, Notification Center, Game Center, iCloud samstilling o.fl.

Með stýrikerfinu þá er Apple að brúa bilið á milli Mac OS X stýrikerfisins fyrir borð- og fartölvur annars vegar og iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch hins vegar, til að gera líf notenda sem eiga bæði tæki einfaldara.