iPhone 5 - iLab

Talið er að næsta kynslóð af iPhone snjallsímanum frá Apple komi á markað 12. september næstkomandi. Heimildir í tækniheimum kveða á um að Apple sé að undirbúa viðburð um miðjan september.

Það þykir einnig renna stoðum undir áðurnefndan útgáfudag að símafyrirtækin AT&T og Verizon, tvö stærstu símafyrirtækin í Bandaríkjunum, hafa bannað starfsfólki sínu að taka sér frí dagana 21. – 30. september. Ástæðan fyrir því er sögð vera einföld, þ.e. til að anna þeirri gríðarlegu eftirspurn sem útgáfa á nýjum iPhone síma hefur almennt í för með sér.

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment