Ef þú ert svo skjálfhentur að þú nærð aldrei góðri mynd, eða vilt geta tekið fjarstýrðar myndir, þá geta heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum komið að gagni. Ef þú ert með iOS 5 uppsett á iPhone, iPad eða iPod touch tækinu þínu, þá geturðu einfaldlega tengt heyrnartólin þín og notað hækka takkann (e. volume up) til að smella af mynd þegar þú ert í Camera forritinu.
Ef þú hefur einhvern tímann lent í þeirri vandræðalegu aðstöðu að bjóða upp á vín án þess að eiga upptakara, þá geturðu notað skóinn þinn í staðinn fyrir að stinga korktappanum niður í flöskuna og hella í gegnum sigti.
Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig þetta er gert, og þú getur þá verið sannkallaður MacGyver ef þessi staða kemur upp. Myndbandið er á móðurmáli matarlistarinnar, en samt ætti það ekki að dyljast neinum hvernig þetta er framkvæmt.
Margir eru þeirrar skoðunar Google+ séu enn ein mistökin frá Google á sviði samfélagsmiðla, en fyrirtækið hefur áður sent frá sér þjónusturnar Google Orkut og Google Buzz sem féllu í grýttan jarðveg hjá fjöldanum (Google Buzz heyrir sögunni til, en Orkut nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu).
Notendafjöldi Google+ er þó talsverður, og síðan samfélagsmiðlinum var ýtt úr vör fyrir rúmu ári síðan, þá eru nú meira en 170 milljón manns sem eru skráðir notendur á Google+.
Í kjölfar auglýsingar Apple þar sem Samuel L. Jackson var að plana stefnumót, þá ákvað grínsíðan Slacktory að setja saman þetta myndband, þar sem Jules Winnfield, eftirminnileg persóna úr kvikmyndinni Pulp Fuction reynir að ræða við Siri.
Skýþjónustan Dropbox er í miklu uppáhaldi hjá okkur á Einstein, og nýtur mikilla vinsælda meðal fólks sem er ýmist er á ferðinni, eða vill vista gögnin sín á netinu með tryggilegum hætti.
Ef þú notar Dropbox, finnst þú þurfa aðeins meira pláss, en hefur ekki þörf fyrir uppfærslu í 50GB fyrir $100 á ári, þá geturðu lesið leiðarvísinn að neðan og nælt þér í tæplega 1GB af plássi á svipstundu.
Í gær kynnti raftækjaframleiðandinn Samsung nýjan síma til sögunnar sem á að taka við keflinu af Galaxy S II. Síminn ber nafnið Galaxy S III (ekki bara Apple sem nenna ekki lengur að spá í nöfnum fyrir tækin sín), og er hlaðinn betri vélbúnaði en forveri sinn.
Mac: Resume er ein af helstu nýjungum í Mac OS X Lion (eða Mac OS X 10.7). Í fullkomnum heimi þá virkar Resume þannig að þú ert að vinna í skjali, getur slökkt á tölvunni, kveikt á henni 1-100 dögum síðar og þá opnast forritið og skjalið í sama ástandi og þegar þú skildir síðast við tölvuna.
Dual Browser er forrit sem gerir manni kleift að skoða tvær síður í einu án þess að þurfa að skipta…
iOS: Þeir sem hafa hlustað á Kanye West (eða hip-hop almennt) undanfarin ár þekkja eflaust Auto-Tune tæknina, en hún lagfærir rödd söngvarans þannig að hún hljómi í réttri tóntegund. Tæknin er þó ekki svo öflug að Auto-Tune sé beitt án ummerkja, en í flestum tilvikum þá fer það ekki á milli mála þegar hlustað er á flutning söngvara hvort Auto-Tune hafi verið beitt eða ekki.
Það getur verið þrautin þyngri að harðsjóða egg þannig að þau séu fullkomin. Nú er komin lausn sem gæti hjálpað þér við verkið, en það er með því að baka eggin í ofni.
Ef þú átt Macbook, Macbook Air eða Macbook Pro fartölvu þá kannastu mögulega við það ráð að minnka birtustigið í botn, slökkva á bluetooth og WiFI, svo þú getir fengið örfáar mínútur aukalega, til að ná að klára verkefni fyrir vinnu eða skóla, úr því hleðslutækið er heima.