fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows

Strætó AndroidEf þú notar almenningssamgöngur, þá kannastu mögulega við það vandamál að skjótast út til að ná þínum vagni 20 mínútur yfir heila tímann, en vagninn kemur svo ekki fyrr en 26 mínútur yfir. Með Strætó forritinu fyrir Android þá heyra þessi vandamál sögunni til.

Bill Gates var í viðtali hjá Yahoo! fyrir stuttu þar sem hann ræddi góðgerðarstörf sín, hvernig hægt væri að bæta bandaríska skóla og einnig fund sem hann átti við Steve Jobs nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í viðtalinu fer Gates fögrum orðum um fyrrum keppinaut sinn, þar sem þeir ræddu saman um fortíðina, fjölskyldur sínar og hvernig tæknin og iðnaðurinn í kringum hana hefði breyst í áranna rás.

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.

iFantasyFootball LogoiOS: Ef þú ert áhugamaður um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu og tekur þátt í draumaliðsleiknum á fantasy.premierleague.com, þá er iFantasyFootball forrit sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.

iFantasyFootball er forrit sem gerir þér kleift að skoða og breyta liðinu þínu úr iPhone símanum þínum þannig að þú getir breytt liðinu þínu þótt þú sért fastur í veislu seint á föstudagskvöldi.

Angry Birds logoAngry Birds, vinsælasti iPhone leikur allra tíma, er nú kominn á Facebook. Facebook útgáfu leiksins svipar skiljanlega mjög til iOS útgáfunnar, en Rovio lofar líka nýjungum í leiknum á þessum vettvangi. Leiknum hefur verið halað niður 700 milljón sinnum í App Store, og talið er að fjöldi Angry Birds notenda muni fara yfir milljarðinn þegar 800 milljón Facebook notendur hafa aðgang að leiknum.

Android logoAndroid: Það eru blendnar tilfinningar meðal menntaskólanemenda sem vakna á köldum vetrardegi, fara í skólann til þess eins að sjá að kennarinn í fyrsta tíma er veikur. Þórðargleðin er þá oft við völd og auknum frítíma fagnað, en á sama tíma er því bölvað að það hefði verið hægt að sofa 40 mínútum lengur þann daginn.