fbpx

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows

Þegar iOS 5 var kynnt til sögunnar, þá kom það sem á íslensku mætti kalla algjöra speglun eða AirPlay Mirroring, en með henni er hægt að spegla hvaðeina sem er að gerast á iOS tækinu. Þannig er hægt að spegla t.d. netvafri í Safari yfir á sjónvarpsskjáinn, en ekki eingöngu myndefni eða tónlist. Slík speglun verið takmörkuð við iPad 2 og iPhone 4S.

AirParrot er forrit sem Mac notendur geta sett upp á tölvunni sinni, og heimilar þá speglun sem boðuð er í Mountain Lion. Ekki mikil reynsla er komin á forritið, og því má vænta þess að einhverjir hnökrar geti orðið við notkun þess fyrst um sinn, en vonandi verður bætt úr þeim innan tíðar.

Eftirfarandi myndband sýnir AirParrot í notkun

Til þess að nota AirParrot þá verða notendur að vera með Snow Leopard eða Lion uppsett á tölvunni sinni. Hægt er að kaupa eitt leyfi á $9.99, eða fimm leyfi á $29.99.

Avatar photo
Author

Write A Comment