37 prósent af netnotkun á farsímum er á Android tækjum, og því spurðu margir notendur ekki hvort heldur hvenær Android útgáfa af hinum vinsæla netvafra Google Chrome kæmi fyrir Android stýrikerfið, þar sem að leitarvélar- og hugbúnaðarrisinn Google er jú á bak við bæði fyrirbærin.
Sarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.
Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.
Jailbreak: FlipOver er viðbót (e. tweak) fyrir þá sem hafa jailbreak-að iPhone, iPod Touch, eða iPadinn sinn. Með FlipOver þá þarftu ekki að læsa símanum eða setja hann á hljóðlausa stillingu, heldur er nóg að láta símann frá sér þannig að bakhlið símans snúi upp, og þá setur maður símann í svefn og hann læsist. Þegar síminn er tekinn aftur upp þá vaknar síminn úr svefni og maður getur notað hann á ný.
Bandaríska tölvufyrirtækið Apple hyggst boða til fundar þar sem iPad 3 verður kynntur fyrstu vikuna í mars. Tæknivefurinn AllThingsD greindi frá þessu, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Talið er að iPad verði kominn í almenna sölu um það bil viku ef kynninguna, eins og raunin var með iPad 2 í fyrra.
Margir nota nú XBMC á Apple TV sem margmiðlunarstöð heimilisins. Áður hefur verið farið út í hvernig hægt er að hlusta á íslenskt útvarp með því að setja upp litla viðbót. Möguleikar XBMC eru þó ekki takmarkaðir við að hlusta á útvarp, því einnig er hægt að setja upp margvíslegar viðbætur (e. add-ons) sem virka með hinum og þessum þjónustum, t.d. Vimeo, YouTube, CollegeHumor, FunnyOrDie og margt fleira.
Fyrirtækið Apple hefur sent frá sér tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir iPhone 4S, og sem fyrr þá er aðstoðarkonan hún Siri í brennideplinum. Fyrri auglýsingin sýnir ferðalanga nýta Siri til að finna bestu leiðina á áfangastað sinn með Google Maps, og finna áhugaverða matsölustaði og fleira með Yelp, sem er staðbundið þjónustuforrit.
Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og stormsveipur á markaðinn, með eiginleikum sem fáir höfðu hugsað sér að væru nauðsynlegir, en geta nú ekki lifað án.
Hægt er að Tweetbot að þörfum notandans upp að vissu marki, og meðal vinsælustu eiginleika forritsins er að geta þrísmellt (e. triple-tap) á Twitter færslu til að svara notanda, setja viðkomandi færslu í Favorites, retweet-a eða þýða viðkomandi færslul.
iOS: Ef þú þarft að senda einhverjum SMS sem varðar viðkvæmt atriði, þá getur verið heldur hvimleitt ef móttakandinn er ekki við símann og einhver forvitin sál sér skilaboðin, hvort sem það er í óvart eða viljandi. Black SMS leysir þetta vandamál með því að dulkóða skilaboð áður en þau eru send, sem virkar þannig að móttakandi skilaboðanna þarf að vita lykilorð sem fylgir þeim.
Dropbox er þjónusta sem er í miklu uppáhaldi hjá Einstein, og hefur verið til umfjöllunar hjá okkur áður. Notendur þjónustunnar geta nú fengið allt að 5GB af viðbótarplássi á sínu svæði með því að taka þátt í Beta prófun á nýrri þjónustu fyrirtækisins. Þungamiðjan í nýjustu möguleikum Dropbox er að notendur getið hlaðið myndum og myndböndum sjálfkrafa á Dropbox svæði sitt þegar þeir tengja myndavélar, snjallsíma og SD minniskort við tölvuna sína.
Í kjölfar SOPA/PIPA mótmælanna þá urðu sumir sáttir en aðrir ekki með takmarkaða þátttöku nokkurra af vinsælustu vefsíðum heims, þ. á m. samfélagsmiðlanna Facebook, Twitter og Google+.
Vefmiðilinn The Next Web tók saman hversu miklum tekjum nokkrar þessar síður, og nokkrar til viðbótar, hefðu orðið af, ef þær hefðu lokað síðum sínum, líkt og t.d. Reddit þann 18. janúar síðastliðinn.
Alþjóða verslunarkeðjuna IKEA þekkja allir húsgagnakaupendur. Verslunin stærir sig af því að búa til stílhrein húsgögn á viðráðanlegu verði, og nýtur almennt vinsælda meðal viðskiptavina sinna, bæði hérlendis og erlendis.
Einn galli er þó við IKEA, sem er sá að sökum vinsælda búðarinnar þá þekkja flestir það lúxus vandamál að fara í heimsókn til vinar eða ættingja, og sjá þar húsgögnin sem maður keypti í liðinni viku. Fyrir vikið eru húsgögnin ekki jafn einstök og eins og ef maður kaupir sófaborðið sitt erlendis eða í dýrari húsgagnabúðum hérlendis.