fbpx
Category

iPad

Category

iOS: Ef þú ert á aldrinum 30-45 ára þá spilaðir þú kannski gamla klassíska Breakout leikinn sem Atari gaf út árið 1976. 35 árum síðar þá er útgáfa af þessum leik komin í App Store fyrir öll iOS tæki og heitir Breakout Boost. Leikurinn kemur á 40 ára afmæli Atari fyrirtækisins.

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

Box.net

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

RÚV logoVefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.

Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).