Ef Apple myndi skipta stórveldi sínu niður í smærri fyrirtæki fyrir iPhone, iPad og Mac, þá væri „iPad“ ellefta stærsta tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, samkvæmt niðurstöðum Toni Sacconaghi hjá Bernstein Research.
„Jæja, í dag ætla ég sko að setja tónlist inn á iPodinn minn“. Þetta hefur maður tautað eins og einhver…
Nýverið rituðum við grein varðandi úrbætur ef Mac tölvan er orðin hæg, og í kjölfar hennar fengu margir vatn í munninn við fræðslu um SSD diska og þann gífurlega hraða sem notkun þeirra hefur í för með sér.
Eins og drepið var á í greininni þá er gígabætið ansi dýrt í þessum SSD drifum. Ef þú vilt fá hraðann sem fylgir því að vera með SSD disk, en gagnaplássið sem fylgir hefðbundnum SATA diskum, þá geturðu keypt þér svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler), SSD disk og geymt Home möppuna þína (þ.e. Desktop, Downlaod, Music, Pictures, Movies o.s.frv.) á stóra harða disknum þínum, en forritin og stýrikerfið á SSD disknum.
iPad spjaldtölvan frá Apple er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur verið seld í tugmilljónatali frá því á…
Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT: XBMC styður nú Apple TV 5.2
Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.
Moves er nýtt forrit fyrir iPhone sem var að lenda í App Store. Forritið gerir mann kleift að nota iPhone…
Mörgum þykir ferðalagið til að kveikja og slökkva á hlutum eins og Bluetooth vera heldur langt. Til þess þá þarf notandinn að hætta tímabundið í forritinu (eða leiknum) sem hann er í. Síðan þarf að opna Settings > Bluetooth og svo á ON/OFF hakið.
Cydia viðbótin NCSettings styttir þetta ferðalag talsvert, en uppsetning þessarar viðbótar er eitt af fyrsku verkum notenda eftir vel heppnað jailbreak.