Category

Google

Category

Google+Laust fyrir helgi þá kynnti Google til sögunnar nýtt viðmót á samfélagsmiðlinum Google+.

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á viðmótinu, sem voru gerðar með það að markmiði að einfalda notendum bæði að skoða og deila efni.

MailtoLinks Chrome Gmail

Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.

Google Chrome: Ef þú ert að fara út í bústað eða á einhvern stað þar sem þú verður ekki í netsambandi, þarft svara nokkrum tölvupóstum en vilt ekki notast við tölvupóstforrit á borð við Microsoft Outlook, Mozilla Thunderbird eða Apple Mail, þá Gmail Offline sem þú mættir skoða.

Gmail Offline er ókeypis Google Chrome forrit sem er ætlað aðstæðum sem þessum, þ.e. lestur og skrif tölvupósta án nettengingar. Forritið er gert með  HTML5 tækni, og byggir á Gmail vefforritinu fyrir spjaldtölvur, sem er ætlað að virka óháð því hvort maður sé nettengdur eður ei.