fbpx
Category

Leiðarvísar

Category

XBMC logo

Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).

Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.

Mac Mountain Lion

Ef þú ert í tölvunni allan liðlangan daginn, hvort sem það er vegna vinnu eða skemmtunar þá er mun þægilegra að gera hlutina ef maður þarf ekki að nota músina.

Ef þú hefur aldrei notast við neinar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) þá skaltu halda þér fast, því þá ertu núna að fara að spara þér nokkrar mínútur daglega.

Netflix merkiðLeiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota Netflix á Íslandi er flestum lesendum að góðu kunnur. Með vaxandi notkun iOS tækja á borð við iPad og iPhone, þá eru einstaklingar farnir að nota tækin til að horfa á myndbönd í nokkrum mæli.

Leiðarvísinn hér að neðan sýnir hvernig hægt er að nota Netflix á iPad eða iPhone.

MuscleNerd iOS 5.1

MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team,  greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.

Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).