Apple hefur gefið út lítið kynningarmyndband fyrir iPhone 5 til að sýna helstu nýjungarnar í tækinu og/eða iOS 6.
Lagið Dirty Paws með hljómsveitinni Of Monster and Men (sem hvert íslenska mannsbarn á að þekkja) er notað í myndbandinu, og spilun lagsins hefst þegar Sir Jony Ive yfirhönnuður Apple lýkur máli sínu. Myndbandið er stutt og laggott og hægt er að horfa á það hér að neðan.
Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.