fbpx
Tag

AirPlay mirroring

Browsing

Sjónvarpsrisann Home Box Office, eða HBO, þarf varla að kynna fyrir sjónvarpsáhugafólki, en stöðin hefur lengi verið þekkt fyrir vandaða þáttagerð, og hefur m.a. sent frá sér þættina Sex and The City, The Wire, Rome, The Sopranos ásamt mörgum öðrum gæðaseríum.

Í leiðarvísinum hér fyrir neðan ætlum við að sýna ykkur hvernig þið getið notað HBO Nordic á Íslandi, og fengið aðgang að úrvali sjónvarpsþátta og kvikmynda fyrir hóflegt mánaðargjald.

AirPlay

AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.

Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrotspila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.