fbpx

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

Verðið á leiknum er misjafnt eftir stýrikerfum. Leikurinn kostar frá $0.99 og upp í $6.50 eftir því hvaða stýrikerfi maður vill nota til að spila leikinn.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment