Temple Run, einn af vinsælustu iOS leikjum allra tíma, er væntanlegur á Android 27. mars. Leikurinn hefur verið sóttur af fleiri en 40 milljón notendum í App Store, og Imangi Studios, sem eiga heiðurinn að þessum vinsæla leik, fannst tilvalið að búa til Android útgáfu af leiknum.

Keith Shepherd, stofnandi og einn af helstu forriturunum hjá Imagi Studios, gaf út eftirfarandi tilkynningu fyrir hönd fyrirtækisins fyrir stuttu:

We are excited to finally share the Android release date with our fans who have been so enthusiastic and supportive of Temple Run. By expanding to more mobile devices, we hope to provide the same addictive and fast-paced gameplay to an entirely new group of players.

Eins og margir af vinsælustu leikjunum á bæði iOS og Android, þá er erfitt að reyna að lýsa leiknum í rituðu formi. Í eftirfarandi myndbandi má sjá sýnishorn af því hvernig leikurinn er spilaður.

Ritstjórn
Author

Write A Comment