Bandaríska tæknifyrirtækið Apple gaf út stýrkerfið iOS 7 í gær fyrir eigendur iPhone, iPad og iPod touch tækja. Notendur hafa beðið eftir stýrikerfinu með mikilli eftirvæntingu, og álagið á vefþjónum Apple var svo mikið í gær að margir lentu í vandræðum með að uppfæra tækin sín.
iOS 7, nýjasta stýrikerfið fyrir iPhone, iPad og iPod touch, kemur líkast til út í dag kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Stýrikerfið markar tímamót hjá fyrirtækinu, kemur með gjörbreyttu viðmóti og ýmsum nýjungum.
Apple hefur boðað til blaðamannafundar næstkomandi þriðjudag þar sem talið er að fyrirtækið muni kynna tvær gerðir af iPhone.
Í byrjun næsta mánaðar mun Apple kynna næstu kynslóð af iPhone símanum geysivinsæla, og nú hafa þær fréttir borist að Apple muni bjóða iPhone 5S í svörtum, hvítum og gylltum lit.
Tæknivefurinn AllThingsD hefur staðfest þessa orðróma, sem eru taldir hafa nokkuð góða heimildarmenn hjá Apple.
Fyrsta tölva sem Apple sendi frá sér, Apple 1, var seld á uppboði á dögunum fyrir 42 milljónir króna. Tölvan var búin til í bílskúrnum heima hjá Steve Jobs, þar sem hann og félagi hans Steve Wozniak.
Gjörbreytt notendaviðmót, Cntrol Center, Airdrop og iTunes Radio eru meðal helstu nýjunganna sem Apple hefur boðað með iOS 7 stýrikerfinu sem kemur í haust. Við prófuðum síma með iOS 7 fyrir skömmu og tókum þar eftir mörgum litlum breytingum sem voru ekki kynntar sérstaklega en vert er að nefna.
Apple hefur gefið út Apple TV 5.3, og styður nú nokkrar nýjar þjónustur á Apple TV án þess að notendur þurfi að spila efni frá viðeigandi veitum með AirPlay.
Áður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.
Margir biðu með öndina í hálsinum eftir því að Apple myndi kynna iOS 7 stýrikerfið á WWDC ráðstefnunni í gær. Sir Jonathan Ive, yfirhönnuður fyrirtækisins, stjórnar nú bæði því hvernig vélbúnaður og hugbúnaður fyrirtækisins kemur til með að líta út, og niðurstaðan var gjörbreytt útlit á iOS 7. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu nýjungarnar fyrir iOS 7 í eina færslu.
WWDC ráðstefna Apple (Worldwide Developers Conference) var sett í gær með stefnuræðu (e. keynote) nokkurra af æðstu stjórnendum fyrirtækisins, þar sem fyrirtækið kynnti helstu nýjungar sínar.
Hér fyrir neðan höfum við tekið allt það helstu nýjungarnar fyrir Mac OS X saman í eina færslu.
WWDC er nú í gangi í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple meðal annars kynna helstu nýjungar iOS og Mac OS X stýrikerfanna, sem áætlað er að komi á næstu mánuðum, auk þess sem orðrómar undanfarna mánuði verða ýmist staðfestir eða þeim hafnað.