fbpx

WWDC ráðstefna Apple (Worldwide Developers Conference) var sett í gær með stefnuræðu (e. keynote) nokkurra af æðstu stjórnendum fyrirtækisins, þar sem fyrirtækið kynnti helstu nýjungar sínar.

Hér fyrir neðan höfum við tekið allt það helstu nýjungarnar fyrir Mac OS X saman  í eina færslu.

OS X Mavericks

Margir notendur veltu því fyrir sér hvað stýrikerfið myndi heita í ljósi þess að Apple væru nú að verða búnir með kattaheitin. Á næstu árum mun heiti Mac OS X stýrikerfisins draga nafn sitt af stöðum og fyrirbærum í Kaliforníuríki, þar sem höfuðstöðvar Apple eru staðsettar. Mavericks er frægur brimbrettastaður í Norður-Kaliforníu sem verður eflaust enn vinsælli nú þegar Apple aðdáendur fer að þyrsta í góðar öldur. Auk nafnsins þá voru eftirfarandi nýjungar kynntar í OS X stýrikerfinu.

  • Flipastuðningur í Finder. Finder kemur nú með flipastuðningi (e. tabs), sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu (en hefur verið fáanlegt með sérstökum forritum).
  • Hægt er að merkja (e. tags) skrár. Þannig er hægt að halda utan um skrár með einföldum hætti sem eru jafnvel út um allt á harða disknum.
  • Betri stuðningur fyrir notendur með  marga skjái (e. multiple displays). Þetta er nokkuð sem kvartað var undan þegar Full screen fyrir forrit var kynnt til sögunnar, en þá var skjár nr. 2 grár ef nýta átti forrit í öllum skjánum.
  • OpenGL 4 stuðningur
  • Timer Coalescing – Greinarhöfundur á erfitt með að þýða þetta hugtak yfir á skiljanlega íslensku, en þetta getur aukið afköst örgjörvans um allt að 72%.
  • Accelerated Scrolling sem sérsniðið fyrir Retina skjái.
  • AppNap leyfir þér að stöðva virkni forrita til að koma í veg fyrir að rafhlaðan tæmist hraðar en ella.
  • Kerfið allt að 50% hraðara að vakna úr svefni.

 

Safari

Safari - Mavericks

  • Ný valstika með Reading list, bókamerkjum og tenglum sem hefur verið deilt (e. shared links).
  • Mun betri afköst.
  • Mun hraðari í JavaScript prófunum en núverandi útgáfur af Chrome og Firefox.
  • Ekki jafn orkufrekur og núverandi útgáfa af Safari.

 

iCloud Keychain

iCloud keychain

  • Með iCloud Keyycain geturðu verið með notendanöfn og lykilorð, heimilisföng, kreditkortaupplýsingar og fleira á öruggum stað bæði í tölvunni þinni og á iOS tækinu þínu.
  • iCloud Keychain getur fyllt út stöðluð eyðublöð með notandaupplýsingum þínum á öruggan hátt.

 

Tilkynningar (e. Notifications)

OS X Mavericks - Tilkynningar

  • Nú geturðu svarað iMessage skilaboðum, tölvupósti og fleiru án þess að viðeigandi forrit sé opnað.
  • Fáðu tilkynningar úr iOS forritum á Mac tölvunni þinni.
  • Forrit eru uppfærð án þess að þú takir eftir því.

 

iBooks fyrir Mac

iBooks - iCloud
Ef þú ert að lesa bók í iPad þá geturðu haldið áfram að lesa tölvuna í iPhone eða Mac, þökk sé iCloud stuðningi.
  • 1,8 milljón bækur fáanlegar í iBookstore búðinni.
  • Gagnvirkar bækur (e. interactive) rétt eins og í iOS. Það er rétt að halda því til haga að þetta er nokkuð sem Íslendingar þekkja ekki jafnvel, en þessi möguleiki hefur verið nýttur þó nokkuð í amerískum kennslubókum.
  • Notendur geta lesið bækur í Mac tölvum og iOS tækjum.
  • Ef þú kaupir bók á Mac, þá mun bókin einnig birtast í iOS tækjunum þínum.

 

iWork fyrir iCloud

iWork fyrir iCloud

  • Notendur geta búið til iWork skjöl beint úr netvafra
  • Virkar jafnt á Mac OS X og Windows.
  • Nýjar útgáfur af iWork fyrir Mac og iOS eru væntanlegar síðar á árinu.

 

Maps fyrir OS X

Maps fyrir OS X

  • 3D Flyover kemur í Maps fyrir OS X.
  • Leiðsögn (e. turn-by-turn), sem verður því miður eflaust ekki nýtileg hérlendis eins og staðan er núna.
  • Notendur geta sent leiðbeiningar yfir í iPhone síma (aftur, verður eflaust ekki nýtilegt hérlendis).
  • Hægt er að setja bókamerki við stað í Maps forritinu, og bókamerkið mun þá einnig birtast í iOS tækjum.

Avatar photo
Author

Write A Comment