fbpx

Apple 1

Fyrsta tölva sem Apple sendi frá sér, Apple 1, var seld á uppboði á dögunum fyrir 42 milljónir króna. Tölvan var búin til í bílskúrnum heima hjá Steve Jobs, þar sem hann og félagi hans Steve Wozniak.

Einungis 200 eintök voru framleidd af tölvunni, sem kom á markað í júlí 1976 og kostaði 666.66 dali (eða u.þ.b. $2690 ef tekið er tillit til verðbólgu).

Þegar þeir unnu að gerð tölvunnar þá voru fjárfestar eða vefsíður á borð við Kickstarter ekki á hverju strái, þannig að þeir þurftu að selja dýrmæta hluti í einkaeigu til að fjármagna gerð tölvunnar. Jobs seldi VW Microbus bifreið sína og Wozniak seldi HP-65 reiknivélina sína á 500 dali.

Steve Jobs seldi þennan til að fjármagna framleiðslu Apple 1
Steve Jobs seldi þennan til að fjármagna framleiðslu Apple 1

 

Avatar photo
Author

Write A Comment