fbpx
Tag

Auglýsing

Browsing

iPad mini auglýsing

Apple hefur sent frá sér auglýsingu fyrir nýju iPad mini spjaldtölvuna sem þeir kynntu til sögunnar í síðasta mánuði, og fór í sölu síðasta föstudag.

Í auglýsingunni má sjá iPad og litla bróður, iPad mini, vera notaða saman til að spila lagið Heart and Soul í Garageband forritinu frá Apple. 

Apple - logoApple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.

Lagið í auglýsingunni þykir líka nokkuð grípandi, en það heitir Yeah Yeah og er með nýsjálenska söngvaranum Willy Moon.

Amazon Kindle Fire

Bandaríska vefverslunin Amazon stefnir á útgáfu tveggja spjaldtölva á árinu, eina 7 tommu, og aðra 10 tommu á síðari hluta ársins. Fyrirtækið hyggst ryðja sér til rúms á spjaldtölvumarkaðnum, og fylgja þar eftir mikilli velgengni Kindle Fire spjaldtölvunnar. Kindle Fire kom út á síðasta ári, en Amazon kveðst hafa selt tæplega 4 milljón eintök af  Kindle Fire spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi 2011.

Það er ekki svo galið í byrjun mánaðarins að líta yfir farinn veg og sjá vinsælustu auglýsingarnar á myndbandavefnum YouTube í febrúar. Vefmiðillinn Mashable tók saman vinsælustu auglýsingar febrúarmánaðar og birti þær á vef sínum. Það kemur eflaust fáum á óvart að hluti af þessum auglýsingum voru frumsýndar fyrir Super Bowl, sem fór fram 5. febrúar síðastliðinn.

Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.

iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.