fbpx
Tag

iOS

Browsing

Outlook iOS

Microsoft hefur gefið út iOS útgáfu af Outlook forritinu góðkunna. Viðmót forritsins er líkara Windows 8 heldur en iOS, en þar sem að margir telja að breytt hönnun á viðmóti í iOS 7 sé undir áhrifum Windows 8, þá er ekkert víst að forritið skeri sig mjög úr þegar iOS 7 kemur út síðar á árinu.

iOS 7 Margir biðu með öndina í hálsinum eftir því að Apple myndi kynna iOS 7 stýrikerfið á WWDC ráðstefnunni í gær. Sir Jonathan Ive, yfirhönnuður fyrirtækisins, stjórnar nú bæði því hvernig vélbúnaður og hugbúnaður fyrirtækisins kemur til með að líta út, og niðurstaðan var gjörbreytt útlit á iOS 7. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu nýjungarnar fyrir iOS 7 í eina færslu.

WWDC 2013

WWDC er nú í gangi í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple meðal annars kynna helstu nýjungar iOS og Mac OS X stýrikerfanna, sem áætlað er að komi á næstu mánuðum, auk þess sem orðrómar undanfarna mánuði verða ýmist staðfestir eða þeim hafnað.