Apple hefur gefið út fjórðu betaútgáfu af iOS 7 stýrikerfinu, sem talið er að verði gefið út eftir rúman mánuð ásamt næstu kynslóð af iPhone.
Microsoft hefur gefið út iOS útgáfu af Outlook forritinu góðkunna. Viðmót forritsins er líkara Windows 8 heldur en iOS, en þar sem að margir telja að breytt hönnun á viðmóti í iOS 7 sé undir áhrifum Windows 8, þá er ekkert víst að forritið skeri sig mjög úr þegar iOS 7 kemur út síðar á árinu.
Gjörbreytt notendaviðmót, Cntrol Center, Airdrop og iTunes Radio eru meðal helstu nýjunganna sem Apple hefur boðað með iOS 7 stýrikerfinu sem kemur í haust. Við prófuðum síma með iOS 7 fyrir skömmu og tókum þar eftir mörgum litlum breytingum sem voru ekki kynntar sérstaklega en vert er að nefna.
Bandaríska tæknifyrirtækið Google hefur gengið frá kaupum á ísraelska kortafyrirtækinu Waze, sem gerir samnefnt forrit fyrir iOS og Android.
Margir biðu með öndina í hálsinum eftir því að Apple myndi kynna iOS 7 stýrikerfið á WWDC ráðstefnunni í gær. Sir Jonathan Ive, yfirhönnuður fyrirtækisins, stjórnar nú bæði því hvernig vélbúnaður og hugbúnaður fyrirtækisins kemur til með að líta út, og niðurstaðan var gjörbreytt útlit á iOS 7. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu nýjungarnar fyrir iOS 7 í eina færslu.
WWDC er nú í gangi í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple meðal annars kynna helstu nýjungar iOS og Mac OS X stýrikerfanna, sem áætlað er að komi á næstu mánuðum, auk þess sem orðrómar undanfarna mánuði verða ýmist staðfestir eða þeim hafnað.
WWDC ráðstefna Apple hefst kl. 17 í dag, þar sem tæknirisinn mun kynna helstu nýjungar sínar fyrir iOS og Mac.
Google Maps fyrir iOS fékk þögla uppfærslu (e. silent update) um helgina, og kemur nú með raddleiðsögu (e. turn-by-turn) fyrir Ísland.
Eftir umfjöllun okkar (og annarra) um byltingarkennda nálgun OZ til að horfa á sjónvarp, þá hafa viðbrögðin ekki staðið á sér, en fjölmargir Íslendingar skráðu sig í beta prófun OZ og nýttu sér vefforrit þjónustunnar.
Vissir þú að það er hægt að nota heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum sem fjarstýrðan afhleypi?
Eftir að iOS 5 kom út þá kom sú mikla bót að iPhone eigendur gátu loks tekið myndir með því að ýta á „hækka“ takkann á hlið símans.