fbpx
Tag

iPad forrit

Browsing

Facebook Poke - iPhone

Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.

Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

Camera+ á iPadCamera+ hefur verið eitt vinsælasta myndavélaforritið í App Store frá því það kom út, og þegar þetta er ritað þá hefur meira en 9 milljón eintökum af iPhone útgáfunni verið halað niður.

Þar sem að margir, einkum ferðamenn, nota myndavélina á iPadinum sínum talsvert mikið þá sáu þeir hjá X sig knúna til að gera iPad útgáfu af forritinu sínu.

Box - iPhone 5 - BoxSync

Box (sem hét áður Box.net) forritið hefur verið uppfært og styður nú iPhone 5. Til að fagna þeim áfanga þá hefur hið ágæta fólk hjá Box ákveðið að bjóða upp á 10GB af plássi fyrir nýja notendur (eða gamla notendur með minna en 10GB af plássi).

Margir eru um hituna þegar geymsla gagna í skýinu er annars vegar. Dropbox, iCloud, SugarSync, SkyDrive, Google Drive og Box eru helstu aðilarnir í þessum bransa, og fyrirtækin eru sífellt að reyna að laða til sín notendur frá samkeppnisaðilum sínum.

Splashtop Remote - iPad forrit - iPhone forritFlestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.

Hvort sem þú þarft að gera lítillegar breytingar í Microsoft Word, Excel eða PowerPoint eða eitthvað annars sem krefst þess að þú farir í tölvuna, þá er Splashtop Remote forrit sem þú ættir að skoða.

Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.

Fyrr í sumar bárust fregnir af því að Facebook væri að undirbúa nýtt og hraðara forrit, og í gær kom uppfærsla á forritinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.

Pinterest logo

Samfélagsmiðillinn Pinterest er sífellt að bæta við sig notendum, en í janúar á þessu ári fór Pinterest yfir 10 milljóna múrinn, og náði þeim notendafjölda hraðar heldur en nokkur annar samfélagsmiðill í sögunni.

Líklegt þykir að notendum muni fjölga enn frekar í ljósi þess að fyrirtækið sendi nýverið frá sér forrit fyrir Android og iPad (iPhone forritið kom út í mars 2011). 

Google+ iPadGoogle+ forritið á iOS hefur fengið uppfærslu í útgáfu 3.0 og kemur nú með fullkomnum iPad stuðningi, þannig að iPad notendur á Google+ þurfa ekki lengur að reiða sig á að fá stækkaða útgáfu af iPhone forritinu á tækjum sínum.

App StoreÍ dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.

Í tilefni þessa merka dags þá eru ýmis forrit og leikir fyrir iOS (þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch) á sérstakri útsölu í dag í App Store. Leikirnir og forritin sem um ræðir má sjá með því að ýta á meira. Allir tenglar vísa manni beint í App Store búðina ef þetta er skoðað í iPhone eða iPad.

Google Chrome iOSiOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.

Ef þú notar Google Chrome á tölvunni þinni þá geturðu stillt saman (e. sync) vafrið, þannig að ef þú ert að skoða síður á tölvunni, þá geturðu haldið áfram þar sem frá var horfið í iPhone, iPod Touch eða iPad.