fbpx
Tag

iPad

Browsing

iPad 3 verður kynntur 9. mars

Þrálátir orðrómar um útgáfu nýrrar iPad spjaldtölvu frá Apple hafa nú verið staðfestir, en Apple hefur boðað til blaðamannafundar miðvikudaginn 7.mars kl. 18:00 að íslenskum tíma. Með boði á fundinn fylgdi eftirfarandi mynd, þar sem Apple kveðst vera með eitthvað  sem heimurinn þurfi að sjá, og snerta. Er þar átt við nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni.

Jailbreak:  Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega  viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.

iFantasyFootball LogoiOS: Ef þú ert áhugamaður um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu og tekur þátt í draumaliðsleiknum á fantasy.premierleague.com, þá er iFantasyFootball forrit sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.

iFantasyFootball er forrit sem gerir þér kleift að skoða og breyta liðinu þínu úr iPhone símanum þínum þannig að þú getir breytt liðinu þínu þótt þú sért fastur í veislu seint á föstudagskvöldi.

Jailbreak: FlipOver er viðbót (e. tweak) fyrir þá sem hafa jailbreak-að iPhone, iPod Touch, eða iPadinn sinn. Með FlipOver þá þarftu ekki að læsa símanum eða setja hann á hljóðlausa stillingu, heldur er nóg að láta símann frá sér þannig að bakhlið símans snúi upp, og þá setur maður símann í svefn og hann læsist. Þegar síminn er tekinn aftur upp þá vaknar síminn úr svefni og maður getur notað hann á ný.

Höfuðstöðvar Apple

Bandaríska tölvufyrirtækið Apple hyggst boða til fundar þar sem iPad 3 verður kynntur fyrstu vikuna í mars. Tæknivefurinn AllThingsD greindi frá þessu, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Talið er að iPad verði kominn í almenna sölu um það bil viku ef kynninguna, eins og raunin var með iPad 2 í fyrra.

Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og stormsveipur á markaðinn, með eiginleikum sem fáir höfðu hugsað sér að væru nauðsynlegir, en geta nú ekki lifað án.

Hægt er að Tweetbot að þörfum notandans upp að vissu marki, og meðal vinsælustu eiginleika forritsins er að geta þrísmellt (e. triple-tap) á Twitter færslu til að svara notanda, setja viðkomandi færslu í Favorites, retweet-a eða þýða viðkomandi færslul.

Black SMS logoiOS: Ef þú þarft að senda einhverjum SMS sem varðar viðkvæmt atriði, þá getur verið heldur hvimleitt ef móttakandinn er ekki við símann og einhver forvitin sál sér skilaboðin, hvort sem það er í óvart eða viljandi. Black SMS leysir þetta vandamál með því að dulkóða skilaboð áður en þau eru send, sem virkar þannig að móttakandi skilaboðanna þarf að vita lykilorð sem fylgir þeim.


Leikjafyrirtækið OnLive kynnti til sögunnar nýtt forrit, OnLive Desktop, á CES raftækjasýningunni sem fór fram í Las Vegas, Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. OnLive Desktop er nokkuð magnað forrit, en með því er hægt að keyra smækkaða útgáfu af Windows 7 á iPad, og það án þess að borga krónu fyrir.

Trompið í OnLive Desktop er að það gerir notendum kleift að nota Microsoft Word, PowerPoint og Excel á iPad, sem ætti að laða einhverja notendur að, sem þekkja það vinnuumhverfi betur heldur en aðra ritla sem til eru á iPad.

iPhoneHér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með Gmail netfang, þá mælum við þó eindregið með því að þú bætir skóla- eða vinnunetfanginu þínu í Gmail, því með Gmail þá geturðu stjórnað öllum netföngunum þínum frá einum stað.

Ef þú vilt frekar hafa þetta aðskilið þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi