
Apple hefur gefið út iOS 6.1.1 fyrir iPhone 4S.
Með uppfærslunni þá lagaði Apple vandamál varðandi 3G tengingu iPhone 4S eigenda, en hún olli því að símfyrirtæki víða um heim mældu gegn því að viðskiptavinir sínir myndu uppfæra símana sína. Með iOS 6.1.1. þá eru öll slík vandamál úr sögunni.

Margir bíða með öndina í hálsinum eftir að iPhone 5 komi hingað til lands, en hann er væntanlegur í lok mánaðar. Á meðan biðinni stendur þá er ekki úr vegi að kanna muninn á iPhone 5 og forvera hans, iPhone 4S. Á eftirfarandi mynd er hægt að sjá hvar munurinn liggur á þessum símum, og þá einnig hvað hefur ekki breyst með iPhone 5.

Fyrr í vikunni greindum við frá því að
iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.