fbpx

Það gerast alltaf öðru hverju að íslenskir ferðamenn ætla að gera kjarakaup á ferðalögum sínum erlendis og sitja uppi með læsta síma. Í kjölfarið koma inn fyrirspurnir um hvernig hægt sé að aflæsa slíkum læstum símum.

Hugbúnaðaraflæsing á iPhone 4 hefur ekki verið möguleg síðan í september 2010, eða eftir að iOS 4.1 var gefið út. Síðan þá hefur eina leiðin til að aflæsa slíkum símum verið vélbúnaðaraflæsing.

Vélbúnaðaraflæsingin á iPhone 4 fór þannig fram, að maður keypti sérstakan SIM bakka og örgjörva frá fyrirtæki sem heitir GEVEY. Nú hafa GEVEY sett á markað nýja vöru, GEVEY Ultra S, sem getur aflæst iPhone 4S símum sem hafa eftirfarandi baseband uppsett á símum sínum: 1.0.11, 1.0.13 og 1.0.14.

Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig iPhone 4S síma er aflæst með nýja GEVEY Ultra S kortinu.

Avatar photo
Author

Write A Comment