fbpx
Tag

iPhone 5

Browsing

iPhone 5 - thumbnailJailbreak fyrir iPhone 4S kom út u.þ.b. hálfu ári eftir að síminn kom á markað. Jailbreak aðdáendum til mikillar ánægju þá verður biðin öllu styttri fyrir iPhone 5, en iPhone forritarinn chpwn setti inn færslu á Twitter síðu sína, þar sem hann tjáði heiminum að honum hefði tekist að framkvæma jailbreak á iPhone 5 með góðum árangri.

Apple hefur gefið út lítið kynningarmyndband fyrir iPhone 5 til að sýna helstu nýjungarnar í tækinu og/eða iOS 6.

Lagið Dirty Paws með hljómsveitinni Of Monster and Men (sem hvert íslenska mannsbarn á að þekkja) er notað í myndbandinu, og spilun lagsins hefst þegar Sir Jony Ive yfirhönnuður Apple lýkur máli sínu. Myndbandið er stutt og laggott og hægt er að horfa á það hér að neðan.

iphone5-gallery1-zoomMargir bíða með öndina í hálsinum eftir að iPhone 5 komi hingað til lands, en hann er væntanlegur í lok mánaðar. Á meðan biðinni stendur þá er ekki úr vegi að kanna muninn á iPhone 5 og forvera hans, iPhone 4S. Á eftirfarandi mynd er hægt að sjá hvar munurinn liggur á þessum símum, og þá einnig hvað hefur ekki breyst með iPhone 5.

iPhone 5 fundur
Fundurinn sem Apple boðaði til á dögunum mun hefjast kl. 17 að íslenskum tíma, þar sem Apple mun kynna nýjan iPhone síma, auk þess sem talið er að nýtt iTunes og fleira muni einnig líta dagsins ljós.

Sem fyrr, þá birtum við þá birtum við að neðan beina textalýsingu í boði vefmiðilsins Mashable í stað þess að vera með live-blog af live bloggi.

Margir iða af spenningi yfir fréttum af því hvenær næsta kynslóð af iPhone komi út (sem mun ekki verða kallaður iPhone 5 hér, miðað við allt iPad 2S / iPad 3 / iPad HD fíaskóið, sem var svo kallaður the new iPad).

Nýjustu heimildir fregna að síminn komi ekki í sumar, heldur næsta haust, með hugsanlegan útgáfudag í september eða október. Allar kynslóðir af iPhone símum hafa komið á markað að sumri til, en það breyttist með iPhone 4S sem var kynntur í október 2011, og fór í sölu mánuði síðar.