fbpx
Tag

iPhone

Browsing

Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og stormsveipur á markaðinn, með eiginleikum sem fáir höfðu hugsað sér að væru nauðsynlegir, en geta nú ekki lifað án.

Hægt er að Tweetbot að þörfum notandans upp að vissu marki, og meðal vinsælustu eiginleika forritsins er að geta þrísmellt (e. triple-tap) á Twitter færslu til að svara notanda, setja viðkomandi færslu í Favorites, retweet-a eða þýða viðkomandi færslul.

Black SMS logoiOS: Ef þú þarft að senda einhverjum SMS sem varðar viðkvæmt atriði, þá getur verið heldur hvimleitt ef móttakandinn er ekki við símann og einhver forvitin sál sér skilaboðin, hvort sem það er í óvart eða viljandi. Black SMS leysir þetta vandamál með því að dulkóða skilaboð áður en þau eru send, sem virkar þannig að móttakandi skilaboðanna þarf að vita lykilorð sem fylgir þeim.

Pingdom merkiðEf þú ert vefstjóri á síðu, einni eða fleiri, þá getur verið skelfilegt að lenda í því að þú skreppur í bíó, kemur heim, og sérð þá að síðan þín er búin að vera niðri í 2-3 tíma. Pingdom er reyndar ekki svo gott að það komi í veg fyrir að síðan hrynji, en þjónustan kannar með reglulegu millibili hvort síðan þín sé uppi.

Ef Pingdom sér að síðan liggur niðri, þá færðu tilkynningu um hæl, ýmist í tölvupósti, sms-i, eða með tilkynningu í iPhone eða Android forritinu þeirra.

iPhoneHér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með Gmail netfang, þá mælum við þó eindregið með því að þú bætir skóla- eða vinnunetfanginu þínu í Gmail, því með Gmail þá geturðu stjórnað öllum netföngunum þínum frá einum stað.

Ef þú vilt frekar hafa þetta aðskilið þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi

iOS 5/Jailbreak: Að neðan má finna ítarlegan leiðarvísi um hvernig hægt er að jailbreak-a iOS 5.0.1 með RedSn0w 0.9.10b4. Leiðarvísirinn virkar fyrir iPhone 3GS, iPhone 4, iPad 1 og iPod Touch (3. og 4. kynslóð)

RedSn0w hefur fengið nokkrar litlar uppfærslur eftir að upprunalegt jailbreak fyrir iOS 5.0.1. kom út, og með því nýjasta þá ættu notendur ekki að lenda í neinum vandræðum með iBooks eftir jailbreak.

iPhoneEf þér finnst netið á símanum vera hægara en gamla 56k tengingin þín árið 1996 þá er einfalt ráð til við því, sem virkar í mörgum tilfellum. Lausnin felst í því að nota ekki sjálfgefna DNS þjóna, heldur bæta við DNS þjónum frá annaðhvort Google eða OpenDNS.

Til að nota ofangreinda DNS þjóna þá skaltu gera eftirfarandi:

Meðal nýjunga í iOS 5 er iMessage, sem gerir notendum kleift að senda frí skilaboð á milli iPhone, iPad eða iPod touch sem eru með iOS 5 uppsett. iMessage er ekki sjálfstætt forrit, heldur er innlimað í Messages (SMS-forritið).

iPhone eigendur með iOS 5 uppsett geta þó með mjög auðveldum hætti séð hvort þeir eru að skrifa SMS-skilaboð eða iMessage-skilaboð eftir því hvernig Send takkinn er á litinn og hvað birtist í textareitnum áður en nokkur texti er skrifaður, sbr. dæmi á eftirfarandi mynd:

Rétt eins og það er komið untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1, þá er það nú líka komið fyrir Apple TV 4.4.4. Við mælum því með því ef þú átt iPhone 4S eða iPad 2 og vilt spegla tækið með Airplay Mirroring.

Í myndbandinu sem sést hér að neðan má sjá hvernig Airplay Mirroring virkar í framkvæmd, þannig að þú getur tekið ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þig, og í leiðinni hvort þú viljir uppfæra úr 4.3 yfir í 4.4.

iPhoneEftirfarandi ráð eru kannski sjálfsagður hlutur í augum sumra, en opnar augu annarra svo um munar, þannig að það er látið flakka.

Til að taka skjáskot af því sem er að gerast á skjánum ykkar hverju sinni, þá haldið þið einfaldlega Home takkanum inni og ýtið svo á Sleep/Mute ofan á símanum. Passið bara að halda Home takkanum ekki of lengi inni því þá virkjið ýmist Siri á iPhone 4S eða Voice Control á eldri sínum.